Kópavogur kominn í þjóðhátíðargírinn með Góa

Gói, bæjarlistamaður Kópavogs, flytur 17.júní lag Kópavogsbæjar en þetta er í fyrsta sinn sem samið er lag í tilefni hátíðarhaldanna í Kópavogi. Í laginu segir hann frá hátíðarhöldunum sem eru á fimm stöðum í Kópavogi, við Menningarhúsin, Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn.

Eins og segir í laginu þá er líf og fjör í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn og enginn sem vill missa af hátíðarhöldunum. Gói samdi lag og texta, innblásinn af þeirri góðu stemningu sem ríkir í bænum 17.júní. Hann fékk svo börn úr skólakór Kársnesskóla til liðs við sig við flutninginn á laginu.

Hátíðarsvæðin í Kópavogi opna klukkan 12.00 þjóðhátíðardaginn þegar leiktæki og sölubásar taka til starfa. Milli 14.00 og 16.00 er boðið upp á hátíðardagskrá. Svæðin eru svo opin til 17.00. Þess má geta að ókeypis er í öll tæki og boðið upp á andlitsmálningu. Þá verða tvær skrúðgöngur, frá MK og Hörðuvallaskóla.

Hátíðarstjórar verða Villi naglbítur, Saga Garðars & Snorri Helgason, Lína langsokkur, Eva Ruza & Hjálmar Örn og Leikhópurinn Lotta. Meðal listamanna sem koma fram eru Bríet, Birnir, Hr.Hnetusmjör, Guðrún Árný, Reykjavíkurdætur og Regína og Selma. 

Hátíðarlagið: https://youtu.be/BBL64fPrhio

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins