Kópavogur verður enn snjallari.
Nýlega samþykkti bæjarráð og bæjarstjórn samning um að snjallvæða þjónustu við bæjarbúa enn frekar með „Kópavogsappi“. Markmið þjónustu-appsins er að auka íbúasamráð á sveigjanlegan hátt. Notendur myndu innskrá sig með rafrænum skilríkjum og þannig átt í einföldum samskiptum við þjónustuveitanda. Við skráningu ábendingar geta íbúar valið milli ábendingarflokka, tekið mynd eða valið mynd úr símtækinu, valið staðsetningu með hjálp korts sem sjálfkrafa finnur og sýnir núverandi staðsetningu síma íbúans, lýst staðsetningunni nánar og skráð ítarlega lýsingu. Dæmi um ábendingar sem hægt vera að ímynda sér eru til dæmis; brotnir kantsteinar, snjómokstur, skemmdir og næstu ruslalosun heima hjá sérs.
Kópavogsbær myndi á móti notað appið til að tilkynna t.d. lokanir í skólum og aðrar mikilvægar tilkynningar sem eiga erindi til bæjarbúa. Einnig mætti sjá þarna til dæmis menningarviðburði sem hægt er að njóta í bænum hverju sinni. Þetta er aðeins hluti af þeirri bættu þjónustu sem við trúum að verði vegna aukinnar snjallvæðingar.
Rafrennur, kærkomin viðbót.
Bæjarráð samþykkti einnig fyrir sitt leyti samninga við þrjú fyrirtæki um að heimila rafrennur í bænum. Það er alveg ljóst að íbúar hvaðeina að hafa tekið vel á móti þessum skemmtilega og umhverfisvæna samgöngumáta. Hins vegar verður að benda notendum á að fara varlega, taka sérstakt tillit til gangandi vegfarenda en einnig leggja þeim til hliðar frá gangbrautum svo ekki hljótist slys af því aðrir hrasi um þær og nefna má sérstaklega tillit til sjóndapra.
Sorpa á Dalveginum.
Sérstakt bitbein í Kópavogi hefur verið staðsetning Sorpu við rætur Kópavogsdalsins. Bæjarstjórn hefur fyrir sitt leyti samþykkt að skipuleggja Sorpu í burt í Aðalskipulagi. Hins vegar er sá vandi okkur á höndum að ekki finnst ákjósanleg lausn á því hvert á stöðin að fara. Slíkt er gert í samkomulagi við önnur byggðalög sem virðast fæst vilja fá starfssemina til sín. Líklegasta leiðin er að efla enn frekar stöðina í Jöfraseli og gera þá átak í að efla grenndargerðin hér í Kópavogi. Hins vegar barst áhugavert erindi til bæjarins um vilja Vesturbyggðar að byggja á þeim stað sem Sorpa er núna veitingahús og fallegan áningarstað í samspili við náttúna í dalnum. Þessi beiðni er vissulega ekki tímabær en vekur með manni vonir um hversu skemmtilegt þetta miðsvæði getur orðið með tilkomu breytinga á notkun lóðarinnar.
Malbik, lægst bjóðandi er Reykavík.
Reglulega þarf að bjóða út framkvæmdir og meðal annars efnisútvegun malbiks. Sú sérstaka staða kom upp nú nýverið að Malbikunarstöðin Höfði, sem er í eigu Reykjavíkurborgar var lægst bjóðandi í útboði hjá Kópavogi. Þessi rekstur hefur vakið hörð viðbrögð hjá Samtökum iðnaðarins sem benda á brot á jafnræði á þessum markaði gagnvart öðrum fyrirtækjum sem ekki eru rekin fyrir skattfé Reykjavíkurbúa. Bæjarráð frestaði erindinu, en í mínum huga er þetta einfaldlega rangt og í því samhengi mætti velta fyrir sér að Kópavogur stofnaði steypustöð og myndi bjóða í sínar eigin framkvæmdir eða í öðrum bæjarfélögum.
Sumarið er að koma og líka 17 júní.
Það vekur sérstaka vonir að sumarið er handan við hornið. Kópavogur býður öllum ungmennum atvinnu í sumar nú sem áður. Það er ljóst að atvinnumöguleikar ungmenna hafa dregist verulega saman í ljósi þess samdráttar sem samfélagið allt hefur tekið á sig og því er þetta mikilvægur valkostur fyrir unga fólkið okkar.
17.júni lukkaðist með eindæmum vel í fyrra hjá Kópavogi. Veðrið var stórkostlegt en einnig mátti skynja almenna ánægju með útfærsluna sjálfa. Hátíðarhöldum var skipt upp í fyrsta skiptið á milli bæjarhluta og ekkert var á gamla góða Rútstúninu. Við ætlum að hafa sama háttinn á í ár í ljósi óvissu með fjöldatakmarkanir. Hins vegar þyrfti að mínu mati að gera einhverskonar könnun á vilja bæjarbúa um hvernig þeir vilja helst hafa þessi skemmtilegu hátíðarhöld til framtíðar, við erum jú orðin yfir 38.000 og fjölgar enn.
Karen Elísabet Halldórsdóttir,
bæjarfulltrúi