Kópavogsbúum fjölgar um 688 á milli ára.

Íbúum Kópavogs fjölgaði um 688, eða 1,8 % á tímabilinu frá 1. janúar 2021 til 1. janúar 2022, en það er 0,1% undir meðallagi yfir fjölgun íbúa sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölgar um 1,9%.

Íbúum Garðabæjar fjölgaði um 760, eða 4,3 % á sama tima en það er mesta fjölgun meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.420, sem er 1,8% eins og í Kópavogi  á sama tímabili og íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði um 416, eða 2,2%

Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Helgafellssveitar fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna tólf mánuði eða um 19,7% en íbúum þar fjölgaði um 13 íbúa. Næst kemur Tjörneshreppur með 8,9% fjölgun en íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði um 5.

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi um 15,1% og Skorradalshreppi um 9,1%. Þá fækkaði íbúum í 18 sveitarfélögum af 69 á ofangreindu tímabili.

Fjölgun í öllum landshlutum

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest var fjölgunin á Suðurlandi eða um 3,3% og á Suðurnesjum um 3,2%.

Bæting í Kópavogi miðað við síðustu tvö ár

Þótt fjölgun íbúa í Kópavogi er undir meðallagi ef mið er tekið af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu þá er fjölgunin á síðasta ári, 688 íbúar, þó töluvert meiri en áranna tveggja þar á undan, en frá 1. des. 2020 til 1. jan. 2021 fjölgaði íbúum í Kópavogi um 113 og frá 1. des. 2019 til 1. des 2020 fjölgaði íbúum um 273 íbúa samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins