Kópavogsbúar orðnir 40 þúsund fyrir lok vikunnar?

Það er mjög líklegt að íbúar í Kópavogi verði orðnir 40 þúsund í vikulok eða í byrjun næstu viku samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem í síðustu viku gaf út íbúafjölda eftir sveitarfélögum í mars 2023.

Síðastliðinn mánudag voru Kópavogsbúar orðnir 39.986 og því vantaði aðeins 14 nýja íbúa uppá að Kópavogsbúar væru orðnir 40 þúsund. Samkvæmt Þjóðskrá þá fjölgaði íbúum Kópavogs um 137 síðustu þrjá mánuði eða á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. mars 202. Þeir fóru þá út 39.797 í 39.934 og svo hafði þeim fjölgað um 52 frá 1. til 13. mars og voru þá 39.986.

Á tímabilinu 1. des ember 2022 til 1. mars 2023 fjölgaði íbúum í Kópavogi um 0,3% sem var næst minnsta fjölgunin á höfðuborgarsvæðinu, en mesta fjölgunin var í Reykjavík, um 0,8%

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar