Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu

Hinn 25. apríl 2014 var Kópavogsbæ birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested, fyrrum ábúanda á Vatnsenda. Aðalkrafa stefnenda var sú að Kópavogsbær greiddi dánarbúi Sigurðar tæpa 75 milljarða króna vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Málið var þingfest í héraðsdómi 5. nóvember 2014.

Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. desember 2020 var Kópavogsbær sýknaður af öllum dómkröfum stefnenda er tóku til eignarnáms árin 1992, 1998 og 2000. Á hinn bóginn var Kópavogsbær dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested kr. 968.000.000 vegna eignarnáms bæjarins árið 2007. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm í málinu 3. júní 2022 og sýknaði Kópavogsbæ af öllum kröfum erfingjanna.

Dómi Landsréttar var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm í málinu í dag. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Kópavogsbæ af öllum dómkröfumM áfrýjendda.yn

Mynd: Vatnsendi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar