Kópavogsbær fær um þrjá milljarða króna fyrir lóðir í 2. áfanga Vatnsendahvarfs

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt úthlutun lóða í öðrum áfanga Vatnsendahvarfs eftir opnun tilboða sem bárust í fjölbýlishúsalóðir og klasahúsalóðir á svæðinu.

Samkvæmt samþykkt bæjarráðs var ákveðið að úthluta hæstbjóðendum lóðirnar. Heildarupphæðin sem Kópavogsbær fær fyrir lóðirnar nemur 1.310.150.000 kr.

Úthlutun annars áfanga lauk 20. febrúar sl. og er enn verið að vinna úr hluta af þeim tilboðum sem bárust, en eins og kemur fram hér að ofan er búið að úthluta lóðum undir fjölbýlis- og klasahús og stefnt er að því að leggja tillögur að úthlutun parhúsalóða og einbýlishúsalóða fyrir á næsta fundi bæjarráðs, sem er síðar í dag. Miðað við gögn og út frá tilboðunum sem fyrir liggja gæti bærinn fengið tæpan 1.7 millljarð króna fyrir parhúsa- og einbýlishúsalóðirnar svo í heildina er bærinn að fá um 3 milljarða króna fyrir allar lóðirnar í 2. áfanga í Vatnsendahvarfi.

Hér má sjá skiptingu úthlutana og tvö hæstu tilboð sem bárust í eftirtaldar fjölbýlishúsa- og klasalóðir sem þegar er búið að úthluta og samþykkja.

Hæsta tilboðið að upphæð 514.825.000 kr.

Hallahvarf 25-27, Hallahvarf 29 & Hallahvarf 31-33 (Klasahús) • Hæsta tilboð var að upphæð 514.825.000 kr. frá MótX ehf • Næst hæsta tilboð var frá GG Verk ehf. að upphæð 509.950.000 kr.

Hallahvarf 17-19 & Hallahvarf 21-23 (Klasahús) • Hæsta tilboð var upp á 368.900.000 kr. frá XP7 ehf. (GG Verk, APF og Klettás) • Næst hæsta tilboð að upphæð 366.144.000 kr. var frá Fjarðarmót ehf.

Háahvarf 2 & Háahvarf 4 (Fjölbýlishús) • Hæsta tilboð hljóðaði upp 426.425.000 kr. frá MótX ehf.
• Næst hæsta tilboð var frá GG Verk ehf að upphæð 392.000.000 kr.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins