Kleinuhringirnir frá Dons Donuts eru sko jömmí

,,Við erum Dons Donuts og trúum því að lífið sé ögn skemmtilegra ef maður leyfir sér smá sætindi inn á milli, okkar markmið er að gera þá upplifun eins góða og hugsast getur,“ segir Kópavogsbúinn Ragnar Ólafur Magnússon eigandi Dons Donuts er Kópavogspósturinn heyrði í honum hljóðið, en Dons Donuts er með starfsemi sína í Núpalind 1 í Kópavogi. Auk þess rekur Ragnar tvo Dons Donuts matarvagna, sem ferðast vítt og breitt um landið eftir tilefni, en Dons Donuts var valinn sætasti bitinn á Götutbitahátíðinni árið 2023.

Dons Donuts á mikið inni

Eins og nafnið bendir til framleiðir Dons Donuts nýbakað kleinuhringi, sem hafa notið mikilla vinsælda, en rétt rúmt ár er liðið síðan Ragnar tók við rekstrinum og spurning hvernig það hafi komið til? ,,Ég var búinn að horfa á þetta fyrirtæki lengi. Ég verslaði oft við fyrrverandi eiganda og sá svo að Dons Donuts var komið í sölu og ákvað að stökkva á tækifærið því ég taldi að fyrirtækið ætti mikið inni,” segir hann.

,,Við afhendum alla kleinuhringina okkar nýbakað, ylvolga og dísæta með blöndu af uppáhalds gúmmelaði þínu, svo þeir eru heldur betur jömmi góðir,” segir Ragnar

Nýsteiktir kleinuhringir

Og aðeins að staðnum sjálfum, er úrvalið fjölbreytt á Dons Donuts, eitthvað fyrir alla? ,,Hvað varðar úrvalið þá bjóðum við upp á nýsteikta kleinuhringi og fólk getur valið um misjafnar samsetningar eða valið sjálft það sem það vill á sinn kleinuhring. Þeir geta því oft orðið ansi litríkir og vel glimmrandi.”

En hvernig staður er þetta í Núpalind, er hægt að koma, setjast og fá sér kleinuhringi eða er eingöngu hægt að panta og sækja? ,,Staðurinn í Núpalind er fyrst og fremst hugsaður fyrir fólk til að koma og sækja, en það eru þó vissulega nokkrir stólar á staðnum svo fólk getur komið, sest niður og fengið sér kleinuhring.”

Veislubakkarnir vinsælir í veisluna

Og þið eruð líka með veislubakka fyrir t.d. afmæli og ýmis önnur tilefni? ,,Já, veislubakkarnir eru mjög vinsælir t.d. í afmæli, fermingar, útskriftir. Einnig eru fyrirtæki mjög dugleg að panta veislubakka fyrir starfsfólk og viðskiptavini.”

Svo geta viðskiptavinir ykkar einnig pantað Dons Donuts matarvagnana ykkar fyrir stærri tilefni eða hvað – hvernig fer það fram? ,,Já, það er minnsta mál. Fólk getur bara sent okkur tölvupóst til að panta matarvagnana og við svörum fljótt og örugglega.”

Ragnar segir að staðurinn í Núpalind sé fyrst og fremst hugsaður fyrir fólk til að koma og sækja, en það eru þó vissulega nokkrir stólar á staðnum svo bæjarbúar geta komið við, sest niður og fengið sér kleinuhring

Oreobomban vinsælasti kleinuhringurinn

Hvaða kleinuhringur hefur svo verið vinsælastur hjá þér þetta fyrsta ár og er hann líka í uppáhaldi hjá þér? ,,Oreobomban er lang vinsælust hjá okkur og jú, ég verð að taka undir það því yfirleitt þegar ég fæ mér kleinuhringi þá fæ ég mér oreobombu.”

Kleinuhringirnir eru jömmí góðir

Og eru allir kleinuhringirnir jömmí eins og þið segið á heimasíðunni ykkar? ,,Já, heldur betur. Við afhendum alla kleinuhringina okkar nýbakað, ylvolga og dísæta með blöndu af uppáhalds gúmmelaði þínu, svo þeir eru heldur betur jömmi góðir,” segir Ragnar brosandi, en hægt er að panta kleinuhringi á heimsíðunni donsdonuts.is ,,Þetta er allt mjög einfalt, þú velur bara af matseðlinum eða raðar saman þínu uppáhalds gúmmelaði til að toppa þinn kleinuhring.”

Ragnar tvo Dons Donuts matarvagna, sem ferðast vítt og breitt um landið eftir tilefni, en Dons Donuts var valinn sætasti bitinn á Götutbitahátíðinni árið 2023

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar