Kjósendum hefur fjölgað um 13% Hvað kjósa Kópavogsbúar?

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á laugardaginn 14. maí, en kjörstaðir eru tveir í Kópavogi, í íþróttahúsinu Smáranum og íþróttahúsinu Kórnum.

Spennan eykst dag frá degi, en alls eru átta framboð sem bjóða fram lista í Kópavogi. Þau voru níu í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og fækkar því um eitt. Sósíalistaflokkurinn og Fyrir Kópavog eru ekki með í ár en Vinir Kópavogs bætast í flóruna.

Ellefu bæjarfulltrúar eru í Kópavogi og meirihlutann skipa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með samtals sex bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn með 5 og Framsókn 1. Í minnihlutanum er Viðreisn með tvö bæjarfulltrúa, Samfylkingin með 2 bæjarfulltrúa og Píratar með 1. Miðflokkurinn og Vinstri grænir náðu ekki inn bæjarfulltrúa í kosningunum 2018 ásamt Sósíalistaflokknum og Fyrir Kópavog, en það stóð þó tæpt hjá Miðflokknum.

Í kosningunum 2018 voru 25.790 einstaklingar á kjörskrá í Kópavogi, en alls greiddu 16.357 atkvæði og var kjörsókn 63.4%. Í kosningunum á laugardaginn eru 28.992 á kjörskrá og kjósendum hefur því fjölgað um 2.036 frá 2018, eða um tæp 13%.

Hver fær lykilinn að skrifstofu bæjarstjóra?

Þá liggur það fyrir að nýr bæjarstjóri mun taka við lyklavöldum á Digranesvegi 2 þar sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri tilkynnti sl. janúar að hann mundi ekki sækjast eftir endurkjöri, en Ármann Kr. hefur verið bæjar-stjóri frá 2012 eða í 10 ár.

Kjörfundur í Kópavogi mun hefjast kl. 09 á laugardaginn og standa til 22.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar