Kjaftagelgjur og lífljómun, ófrýnilegar en heillandi skepnur!

Að þessu sinni fjallar Vísindaskólinn um kjaftagelgjur og lífljómun, ófrýnilegar en heillandi skepnur! En þær tilheyra samnefndum ættbálki djúpsjávarfiska sem hafa aðlagast eilífðarmyrkri hafdjúpanna á einstakan máta. Ekki aðeins með aðlagaðri sjón, heldur bera þær eins konar veiðistöng með ljósi á endanum sem gerir þeim hægara um vik við fæðuöflun. 

En hvaðan kemur ljósið? Lífljómun! Lífljómun kallast það þegar lífvera framleiðir og gefur frá sér ljós.

Við munum byrja fræðslu um þessar mögnuðu verur, leysum skemmtilegt verkefni og að skoðum kjaftagelgjurnar Lúsífer og Sædjöful.

Skólinn verður í Tilraunastofu Náttúrufræðistofu Kópavogs á morgun, miðvikudag frá kl. 16:15–17:00 og hentar krökkum frá 6–12 ára. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Við hlökkum til að segja ykkur nánar frá þessum heillandi fyrirbærum í Vísindaskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar