Kársnesbraut – Lokun á götu 11. júlí

Til stendur að loka Kársnesbraut við hús nr. 87 og 89. vegna vinnu við hitaveitu og rafmagn. Lokun mun vara frá þriðjudeginum 11. júlí og standa til föstudagsins 28. júlí.

Á meðan mun Kársnesbraut vera botnlangi frá Norðurvör að Kársnesbraut 89 og botnlangi frá Vesturvör að Kársnesbraut 87.

Hér fyrir neðan má sjá svæðið sem um ræðir. Framkvæmdasvæði er merkt með rauðum hring. Gatnamót við norðurvör og Vesturvör eru merkt með grænu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar