Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar á leikritinu Rommí eftir D.L. Coburn hjá Leikfélagi Kópavogs. Verkið fjallar um karl og konu á elliheimili sem eiga það sameiginlegt að vera fremur óánægð með tilveruna. Þau eiga það þó einnig sameiginlegt að hafa gaman af því að grípa í spil og skemmta sér hið besta við þá iðju. Það er að segja í fyrstu. Ýmislegt kemur upp úr kafinu er líður á spilamennskuna. Örvar Amors fljúga um loftið auk þess sem skuggar fortíðar skjóta upp kollinum.
Hlutverkin tvö eru í höndum Sigurðar Kr. Sigurðssonar og Önnu Margrétar Pálsdóttur en leikstjóri er Örn Alexandersson. Nánar verður sagt frá sýningunni þegar nær dregur frumsýningu.