Kalkúnaveisla í Nettó sem getur ekki klikkað

Þakkargjörðarhátíðin hefur verið að skjóta rótum sem hefð meðal Íslendinga, þrátt fyrir að vera alamerísk hátíð. En við látum ekki gott tilefni til að koma saman og halda góða veislu fram hjá okkur fara. Þá eru matarhefðir þakkargjörðarinnar aðeins of gómsætar til að sleppa þeim.

Það er mikil kúnst að undirbúa stóran kalkún og það eru margar leiðir til. Margir flækja því þessa eldamennsku fyrir sér og veigra sér jafnvel við henni.

Veisluhöldin aldrei verið einfaldari

Það þarf enginn að vera smeykur við að halda veislu með nýju línunni af réttum frá Kjötborðinu sem fást nú í Nettó. „Við viljum auðvelda fólki eldamennskuna og hjálpa þeim að halda dýrindis veislu fyrir vini og fjölskyldu. Nýju vörurnar eru allt sem þarf í þakkargjörðarveisluna; kalkúnabringa, kalkúnafylling, sætkartöflumús með kanil, strengjabaunaréttur, maís brúlée og veislusósa. Við erum einstaklega ánægð með útkomuna á þessum réttum sem nýta amerísku hefðirnar og setja þær í íslenskan búning“, segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó.

Öll veislan kemur tilbúin og þarf ekki að hita nema í 25 mínútur í ofni á 180°C. Það er einfaldlega ekki hægt að klúðra elduninni, að sögn Helgu.

Það þarf enginn að vera smeykur við að halda veislu með nýju línunni af réttum frá Kjötborðinu sem fást nú í Nettó

Þakkargjörð, aðventa og kosningar tilefni til veisluhalds

Nýja veislulínan er unnin í samstarfi við Sigmar Vilhjálmsson sem er betur þekktur sem Simmi Vill, bætir Helga Dís við. Sigmar er framkvæmdastjóri Eldum Gott sem þróar fjölbreyttar matvörur, með áherslu á tilbúna rétti, ferskvöru og rétti sem er hægt að fullelda heima.

Hátíðarréttirnir verða aðeins tímabundið í sölu og mæta í verslanir Nettó á morgun, 21. nóvember og verða í boði til 1. desember.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins