Hátíðarstemningin var í hámarki í og við menningarhúsin í Kópavogi sl. laugardag þegar aðventuhátíð Kópavogsbæjar var haldin. Vel var mætt á hátíðina og voru gestir verulega ánægðir með daginn.
Á aðventuhátíðinni var boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna. Fjölbreyttar jólasmiðjur, jólamarkaður, lifandi tónlist og notaleg aðventustemning kom gestum í jólaskap.
Jólaandinn náði svo hámarki þegar forseti bæjarstjórnar, Orri Vignir Hlöðversson, kveikti á ljósum jólatrésins ásamt Sölku Sól söngkonu og kórs Hörðuvallaskóla. Í kjölfarið mættu fjórir jólasveinar galvaskir og var yngsta kynslóðin virkilega ánægð með þá uppákomu. Dagurinn var verulega vel heppnaður í alla staða og tóku Kópavogsbúar fagnandi á móti aðventunni.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins