Jóladagatal í samstarfi við börn í Kópavogi

Í desember ætlar Bókasafn Kópavogs að birta jólasögu í 24 köflum, eða einn kafla á dag fram að jólum.
Eygló Jónsdóttir, rithöfundur, mun semja söguna upp úr tillögum barna sem senda Bókasafni Kópavogs sínar uppástungur. Einnig verða börn fengin til að myndskreyta söguna þegar nær dregur jólum.
Valið verður úr innsendum tillögum og haft samband við tillöguhöfunda sem munu fá sitt nafn birt með jóladagatalinu.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.

Kíkið við á Bókasafni Kópavogs til að fá blað sem ykkar barn getur skrifað sínar hugmyndir á og skilað í tillögukassann, eða á bokasafn.kopavogur.is/joladagatal og sendið inn rafrænt.

Skilafrestur er til 1. október.

Eygló Jónsdóttir rithöfundur

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar