Jazztónleikar fyrir börn og fjölskyldur

Laugardaginn 24. apríl fara fram skemmtilegir jazztónleikar fyrir börn og fjölskyldur í Salnum í Kópavogi sem verður nokkurs konar þeysireið um jazzinn, allt frá árdögum hans í New Orleans og til okkar tíma. Leiknar verða nokkrar af einkennisperlum jazzins og inn í tónleikanafléttast fróðleiksmolar, landafræði og spurningakeppni þar sem sigurvegarinn er krýndur jazzbadass! 
 
Sunna Gunnlaugsdóttir, jazztónskáld og píanóleikari hefur sett saman þessa tónleikasýningu en Sunna er bæjarlistamaður Kópavogsbæjar. Hljómsveitina skipa auk Sunnu þau Margrét Eir, Leifur Gunnarsson og Scott McLemore. Aðgangur ókeypis. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 13, eru liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar