Íþróttavika í Kópavogi

Boðið er upp á sjö viðburði í Kópavogi í tengslum við íþróttaviku Evrópu sem Kópavogur tekur þátt í.  Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með verkefninu á Íslandi en í ár er unnið í samstarfi við Heilsueflandi sveitarfélög. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna við hreyfingarleysi meðal almennings.
 
Kópavogsbær tekur þátt í Íþróttavikunni en í samstarfi við íþróttafélögin og fleiri fagaðila verða sjö atburðir í boði í bænum.
 
Dagskrá
 
Fimmtudagur 23. september kl: 13:00: Heilsuhringurinn við Kópavogskirkjugarð
 
Heilsuhringur við Kópavogskirkjugarð genginn undir leiðsögn Friðrik Baldurssonar, garðyrkjustjóra Kópavogs.
 
Föstudagur 24. september kl: 07:00: Rólegt morgunhjól
 
Opið rólegt morgunsamhjól frá Smáranum með hjólreiðadeild Breiðabliks. Skiptum í tvo hópa (rólegt og rólegri) og hjólum í klukkutíma og endum í kaffi á Brikk á Kársnesi. Æfingin er á götuhjóli.
 
Hjóladeild Breiðabliks
 
Föstudagur 24. september kl: 20:30: Kynning á tennis og padel.
 
Tennis og Padel kynning í Tennishöllinni. Patricia Husakova tennisþjálfari kynnir. Léttar veitingar að leik loknum.
 
Tennishöllin og Tennisfélag Kópavogs.
 
Laugardagur 25. september kl: 09:00: Fjallahjólaæfing í Guðmundarlundi.
 
Hjólreiðadeild Breiðabliks býður áhugasömum á fjallahjólaæfingu í Guðmundarlundi. Mæting fyrir framan aðalinnganginn í Guðmundarlundi. Skipt í tvo hópa, annar hópurinn hjólar nýjan fjallahjólaslóða í og við Guðmundarlund en hinn hópurinn fer auðveldari hring í Heiðmörk. Þjálfarar fara með báðum hópum og æfingin er 1,5-2 klst eftir smekk. Æfingin er á fjallahjóli.
 
Hjóladeild Breiðabliks, Kópavogi.
 
Laugardagur 25. september kl: 10:00-13:00: Opið hús hjá siglingafélaginu Ými við Naustavör.
 
Opið hús hjá Siglingafélaginu Ými í Naustavör. Ýmir í samstarfi við GG sport fræðir um siglingasport og gefinn verður kostur á að komast í kynni við sjóinn á kajökum. Skútusigling ef veður leyfir.
 
Siglingafélagið Ýmir, Naustavör.
 
Þriðjudagur 28. september kl: 16:00: Kynning á Ringó.
 
Kynning á Ringó hjá íþróttafélaginu Glóðin í íþróttahúsi Lindaskóla.
 
Miðvikudagur 29. september kl: 17:00: Núvitund og samkennd í eigin garð. Hámark 30 þátttakendur.
 
Núvitundaræfing undir leiðsögn Bryndísar Jónu Jónsdóttur frá Núvitundarsetrinu. Viðburðurinn fer fram í Geðræktarhúsi, Kópavogsgerði 8 (Gamla Hressingarhælið).

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar