Íslenski kristallinn sem breytti heiminum

Miðvikudaginn 13. október kemur Kristján Leósson, vísindamaður fram í Náttúrufræðistofu Kópavogs og fjallar um þau mótandi áhrif sem íslenskt silfurberg frá Helgustöðum í Reyðarfirði hafði á framþróun náttúruvísinda. Erindið fer fram í viðburðaröðínni Menning á miðvikudögum og stendur yr-fir frá kl. 12:15 til 13:00

Frá Helgustöðum og út í heim

Á 250 ára tímabili var aðeins þekktur einn staður í heiminum, Helgustaðir í Reyðarfirði, þar sem finna mátti nógu tæra og stóra silfurbergskristalla til að þá mætti nýta til vísindarannsókna. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt frá námunni, það barst víða og hafði áhrif á verk margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar – frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum.

Framþróunin varð undirstaða nýrrar samfélagsgerðar með framleiðslu og flutningi raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. Á öllum þessum sviðum gegndi íslenska silfurbergið mikilvægu hlutverki. Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar.

Saga sem fáir þekkja

Saga íslenska silfurbergsins var að mestu óþekkt þar til Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðingur hóf rannsóknir á henni árið 1995. Þeirri vinnu hélt hann áfram ásamt syni sínum Kristjáni, þar til hann lést árið 2020. Hið sama ár kom út bókin Silfurberg eftir þá feðga.

Kristján Leósson hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en hann hefur einnig starfað með fjölda vísinda- og fræðafólks af öðrum fræðasviðum, frá frumulíffræði, efnafræði og lyfjafræði til myndlistar, hönnunar og arkitektúrs.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin. Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Mynd: Kristján Leósson, vísindamaður, fjallar um íslenskt silfurberg í Menningu á miðvikudögum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins