Ingvar Íslandsmeistari í götuhjólreiðum

Ingvar Ómarsson hjólreiðmaður í Breiðablik varð Íslandsmeistari í götuhjólreiðum sl. laugardag en þá fór fram Íslands­mótið í götu­hjól­reiðum. Hjólaðir voru 138 kílómetrar, en ræst var við Reykja­hlíð og hjólaður stór, sam­felld­ur, hring­ur í átt­ina að Laxár­virkj­un í norður. Hvamms­brekk­an var tek­in fyr­ir í tvígang á leiðinni en svo var hjólað í suður sem leið ligg­ur inn að enda­mark­inu við Jarðböðin (Mý­vatni).

Ingvar Ómars­son hefur verið með þó nokkra yf­ir­burði á þeim götu­hjóla­mót­um sem farið hafa fram á þessu sumri og hann vann m.a. einnig Íslands­mótið í tíma­töku í Eyjaf­irði í síðustu viku.

Úrslit í A-flokk­un­um voru eft­ir­far­andi:

Íslands­mót í götu­hjól­reiðum – 138 KM

A-flokk­ur Karl­ar

  1. Ingvar Ómars­son Fé­lag: Breiðablik
  2. Haf­steinn Ægir Geirs­son 1980 Fé­lag: Tind­ur
  3. Þor­berg­ur Ingi Jóns­son 1982 Fé­lag: Hjól­reiðafé­lag Ak­ur­eyr­ar

Íslands­mót í götu­hjól­reiðum – 98 KM

A-flokk­ur Kon­ur

  1. Haf­dís Sig­urðardótt­ir 1989 Fé­lag: Hjól­reiðafé­lag Ak­ur­eyr­ar
  2. Ágústa Edda Björns­dótt­ir 1977 Fé­lag: Tind­ur
  3. Silja Rún­ars­dótt­ir 1994 Fé­lag: Hjól­reiðafé­lag Ak­ur­eyr­ar

Mynd: Ingvar Ómarsson og Hafdís Sigurðardóttir fagna sigri. Ljósmynd/Hjólreiðasamband Íslands

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar