Ingibjörg Turchi og hljómsveit á hádegistónleikum í Salnum

Ingibjörg Turchi kemur fram ásamt einvala liði tónlistarmanna á hádegistónleikum í Salnum miðvikudaginn 2. mars kl. 12: 15 og leikur verk af hinni margverðlaunuðu plötu Meliae í bland við nýtt efni og spuna.

Dáleiðandi hljóðheimur

Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu árin og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae en fyrir hana hefur Ingibjörg hlotið Kraumsverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin auk þess sem Meliae var valin plata ársins af Morgunblaðinu og straum.is og var tilnefnd til hinna norrænu Hyundai Nordic Music Prize verðlauna.  Tónlist Ingibjargar hefur verið lýst sem einstakri og dáleiðandi svo gera má ráð fyrir einstakri hádegisstund í Salnum. Ásamt Ingibjörgu koma fram þeir Tumi Árnason á saxófón, Hróðmar Sigurðsson á gítar, Magnús Jóhann Jónsson á píanó og Magnús Trygvason Eliassen á trommur og slagverk. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öll velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar