Íbúar þekkja vel umferðarsultuna á álagstímum

Arn­ar­nes­veg­ur for­senda upp­bygg­ing­ar í efri byggðum Kópa­vogs

Fyr­ir­hugaðar stofn­vega­fram­kvæmd­ir sam­göngusátt­mál­ans á höfuðborg­ar­svæðinu á næstu árum er til umræðu á kynn­ing­ar­fundi Betri sam­gangna og Vega­gerðar­inn­ar sem hófst klukk­an 10 í morgun en mark­mið sam­göngusátt­mál­ans er að auka val­kosti þegar kem­ur að sam­göng­um en aldrei fyrr hef­ur verið lagt í jafn um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu. ,,Upp­bygg­ing stofn­vega­kerf­is­ins er stærsti ein­staki þátt­ur­inn í sátt­mál­an­um en hann fel­ur einnig í sér upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna­kerf­is­ins (borg­ar­lín­an), lagn­ingu göngu- og hjóla­stíga og verk­efni sem snúa að bættu um­ferðarör­yggi og -flæði,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Sér­stök áhersla verður lögð á kynn­ingu á loka­áfanga Arn­ar­nes­veg­ar á fundinum sem mun liggja frá gatna­mót­um Arn­ars­nes­veg­ar og Rjúpna­veg­ar að Breiðholts­braut. Arn­ar­nes­veg­ur hef­ur lengi verið á skipu­lagi enda er hann ein af for­send­um upp­bygg­ing­ar í efri hverf­um Kópa­vogs. Útfærsl­an, sem kynnt verður á fund­in­um, er niðurstaða um­tals­verðrar grein­ing­ar­vinnu og sam­starfs Vega­gerðar­inn­ar, Kópa­vogs­bæj­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs segir að íbúar í efri byggðum Kópavogs þekki vel umferðarsultuna sem myndast oft á Vatnsendavegi

Innanhverfisvegur hefur gegnt hlutverki þjóðvegar

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sagði á kynningarfundinum að á þessu svæði, austan Reykjanesbrautar, búi hátt í 15 þúsund manns. ,,Þetta er fjölmennt svæði og íbúar og þekkja vel umferðarsultuna sem myndast á Vatnsendavegi á álagstímum. Innanhverfisvegur hefur í raun gengt hlutverki þjóðvegar en Vatnsendavegur er eina leiðin í gegnum Vatnsendann í dag. Sá vegur er óásættanlegur sem eina leiðin í gegnum Vatnsendasvæðið. Lokaáfangi Arnarnesvegar mun létta á umferðinni um Vatnsendaveg, íbúum til hagsbóta,“ sagði Ármann á fundinum. ,,Ég vil fagna þessum áfanga, lokakaflanum í rúmlega 30 ára sögu vegarins. Ég hlakka til að keyra fullgerðan Arnarnesveg von bráðarm,“ sagði Ármann að lokum.

Eins og Ármann sagði þá mun áfang­inn létta veru­lega á um­ferð um Vatns­enda­veg en í Kópa­vogi. Með breyt­ing­unni eykst ör­yggi veg­far­enda og ferðatími stytt­ist. Þá mun veg­kafl­inn bæta viðbragðstíma fyr­ir neyðaraðila í efri byggðum Kópa­vogs og Reykja­vík­ur til muna.

Þegar ferðaleiðum fjölg­ar mun um­ferð einnig létt­ast á Reykja­nes­braut og mun full­gerður Arn­ar­nes­veg­ur því hafa já­kvæð áhrif á flæði um­ferðar fyr­ir íbúa Kópa­vogs, Reykja­vík­ur, Garðabæj­ar og Hafn­ar­fjarðar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar