Sigurlaug Guðmundsdóttir býður gestum í notalegt sófaspjall um andleg mál og fordóma gegn þeim á Bókasafni Kópavogs á morgun, mánudag kl. 13.
Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin.
Spurningar sem við veltum upp eru m.a.
-Hvað felst í orkunni?
-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?
-Hvað er skyggni?
-Hvað eru bænir?
-Hvað er ímyndunaraflið og hvernig getum við notað það okkur til góðs?
-Hvað og hvar eru huldufólkið og álfarnir?
-Hvernig sköpum við okkar eigin raunveruleika?
Býður Sigurlaug gestum einnig að koma með eigin spurningar og vangaveltur.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.