Hugræn byrði í samböndum og sambúð

Hulda Tölgyes, sálfræðingur kemur í heimsókn á foreldramorgun á Bókasafni Kópavogs 28. október og fjallar um hugræna byrði (e. mental load) í samböndum og sambúð, kynjahlutverkin heima við og ójafna skiptingu foreldra varðandi umönnun barna, meðgöngu og fæðingarorlof.

Foreldramorgnarnir eru á dagskrá alla fimmtudaga kl. 10 – 11 og koma gestafyrirlesarar tvisvar í mánuði. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs til að fá frekari upplýsingar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar