Hreysti og velsæld eldra fólks í Kópavogi mæld

Þátttakendur í Virkni og vellíðan, heilsueflingarverkefni 60 ára og eldri í Kópavogi, taka þátt í rannsókn á hreysti og velsæld sem unnin er í samstarfi við íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Þátttakendum var boðið að taka þátt í mælingum, og var fyrri dagur mælinga þann 7. september síðastliðinn. Mikill áhugi var hjá þátttakendum og mættu alls 130 af þeim 195 sem eru skráðir til leiks í Virkni og Vellíðan.
Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif þjálfunar á hreysti og velsæld eldra fólks. Niðurstöður rannsóknarinnar verða svo notaðar til þess að þróa Virkni og Vellíðan enn betur og stuðla áfram að farsælli öldrun.

Virkni og vellíðan í Kópavogi.

Kristján Valur Jóhannsson meistaranemi í íþróttavísindum og þjálfun hefur umsjón með mælingum undir handleiðslu starfsmanna íþróttafræðideildar og með aðstoð nema í íþróttafræði og tóku 110 nemendur þátt í mælingunni.

Mælingarnar sem verða notaðar nefnast ,, Senior Fitness test og Warwick spurningarlistinn eða Velsældarkvarðinn.

Hópnum var skipt í tvennt og mælingarnar framkvæmdar í tveimur hlutum. Hvorum hóp fyrir sig var svo skipt niður á 8 stöðvar þar sem 8 mismunandi mælingar og próf voru lögð fyrir þátttakendur. Mælt var meðal annars styrkur í efri og neðri líkama, gripstyrkur, liðleiki, jafnvægi og þol en auk þess voru spurningar lagðar fyrir þátttakendur.

Allir þátttakendur fengu svo drykki og boli að lokinni mælingu og teknar voru myndir af hópnum. Í heild sinni má segja að dagurinn hafi gengið vonum framar og bæði nemendur, þátttakendur og aðrir starfsmenn fóru glaðir út eftir daginn.

Seinni mælingarnar munu svo fara fram miðvikudaginn 7.desember. og verður þá fróðlegt að skoða og bera saman mælingarnar. Þess má geta að þátttakendur rannsóknarinnar fá að fylgjast með sínum niðurstöðum þegar búið er að vinna að úrvinnslu gagna.

Áhugasöm eru hvött til að setja sig í samband við Virkni og vellíðan með því að senda póst virkniogvellidan@com.

Virkni og vellíðan í Kópavogi.

Nánar um Virkni og Vellíðan:

Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Eitt af markmiðum verkefnisins er að gefa bæjarbúum tækifæri á því að stunda heilsueflingu hjá íþróttafélaginu í sínu hverfi og stuðla jafnframt að farsælli öldrun. Verkefnið er á vegum íþróttafélagana þriggja Breiðablik, Gerplu og HK í samstarfi við UMSK, Kópavogsbæ og Háskólann í Reykjavík.

Þjónustan sem Virkni og Vellíðan bíður upp á er fjölbreytt og skemmtileg. Starfsemin fer að mestu leyti fram í Breiðablik og HK en þar er boðið upp á hópþjálfun undir handleiðslu fagmenntaðra þjálfara 2x í viku. Í Breiðablik eru 7 hópar og í HK eru 6 hópar, æfingar fara fram mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga fyrir hádegi. Á þessum æfingum er megin áhersla lögð á styrk, þol , liðleika og jafnvægisæfingar. Alla miðvikudaga eru valæfingar í boði fyrir þá sem kjósa sér að æfa 2-3x í viku. Þessar æfingar fara fram í fimleikasal Gerplu í Íþróttamiðstöð Versölum og á þessum æfingum er meiri áhersla lögð á liðkunn og teygjur sem og styrktar æfingar með annars konar uppsetningu.

Virkni og Vellíðan vill leggja áherslu á heilsulæsi hjá þátttakendum sínum og þess vegna bjóðum við einnig upp á fræðslufyrirlestra 1-2x á önn. Fyrsti fræðslufyrirlesturinn á þessari önn verður haldinn miðvikudaginn 21.september þar sem fjallað verður um næringu samhliða æfingum fyrir einstaklinga 60 ára og eldri.
Einu sinni í mánuði munum við bjóða upp á kynningartíma fyrir þátttakendur okkar þar sem fjölbreytt hreyfiúrræði og heilsuefling er kynnt og má þar nefna sundleikfimi, zumba, yoga og quigong.

Myndirnar tók Hulda Margrét Óladóttir.

Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Virkni og vellíðan í Kópavogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar