Hrafnista tekur við rekstri Boðans – Lífsgæðakjarni í Boðaþingi

Kópavogsbær hefur samið við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar Boðanum í Boðaþingi. Haldið var upp á áfangann með veislu í Boðaþingi þar sem fastagestir fjölmenntu.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs sem rekur Hrafnistu héldu stutt ávörp við tækifærið og heilsuðu upp á gesti í Boðaþingi. Sóli Hólm flutti gamanmál og svo var boðið upp á veitingar.
 
Hrafnista hefur rekið 44 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 30 rýma dagdvöl fyrir aldraða frá árinu 2010. Í dag standa einnig yfir framkvæmdir vegna 64 nýrra hjúkrunarrýma í Boðaþingi sem verða tilbúin í maí 2025 auk þess sem Sjómannadagsráð á og rekur 95 leiguíbúðir í Boðaþingi í gegnum leigufélagið Naustavör.
Með samningnum færist Hrafnista Boðaþingi nær því að setja upp lífsgæðakjarna sem eru sambærilegir við þá sem starfræktir eru í Hafnarfirði, Reykjavík og Reykjanesbæ.

Á myndinni eru frá vinstri: Jón Kristján Rögnvaldsson, Aríel Pétursson, Oddgeir Reynisson, Ásdís Kristjánsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir, María Fjóla Harðardóttir og Sigrún Þórarinsdóttir. 

Takmarkið er að lífsgæðakjarninn verði að akkeri í hverfinu, þangað sem eldra fólk getur sótt sér þjónustu, félagsskap og afþreyingu af ýmsu tagi. Húsið verður áfram opið öllum og í boði fjölbreytt dagskrá og viðburðir þar sem leitast er eftir því að sníða starfið að áhugasviði sem flestra eins og hefur verið gert undanfarin ár í félagsmiðstöðinni Boðanum.


Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins