Hótel Kríunes opnar dyrnar fyrir bæjarbúa – morgunverðarhlaðborð, happy hour, föstudagshlaðborð, helgarkaffi og kvöldverður

Á fallegum stað við Elliðavatn, í hjarta Vatnsenda, stendur Hótel Kríunes, friðsælt og glæsilegt hótel sem hingað til hefur einkum notið vinsælda meðal erlendra ferðamanna. Einnig hefur verið Kríunes notið mikilla vinsælda á meðal Íslendinga þá sérstaklega þá sem koma og funda og fyrir fram bókaða viðburða eins og jólahlaðborðin sem eru mjög vinsæl.

Viljum að bæjarbúar í Kópavogi viti að þeir eru alltaf velkomnir

Nú ætla eigendur hótelsins að bjóða nágrönnum sínum og öðrum Kópavogsbúum að upplifa allt það sem Kríunes hefur upp á að bjóða, frá morgunverðarhlaðborði og hádegistilboðum til kvöldverðar, happy hour og helgukaffi. Með glæsilegu útsýni, ró og notalegheitum vill Kríunes verða fastur punktur í daglegu lífi íbúa svæðisins, hvort sem tilefnið er kaffibolli með kökusneið, fjölskyldubröns, vinahittingur eða einfaldlega skemmtilega tilbreytingu í hversdagsleikanum. „Við viljum að bæjarbúar í Kópavogi viti að þeir eru alltaf velkomnir,“ segir Sara Björnsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Hótels Kríuness. Hún segir að tími sé kominn til að nágrannar og heimamenn kynnist hótelinu betur og geri það að sínum stað.

En hvað varð til þess að þið ákváðuð að beina sjónum sérstaklega að nágrönnum ykkar og íbúum í Kópavogi, bjóða þá velkomna með spennandi tilboðum?,, Hótelið hefur verið að stækka smá saman og núna erum við tilbúin að fá ykkur í heimsókn,“ segir hún brosandi.

Og hvað eruð þið að bjóða upp á? ,,Gistingu, sér sali, fundarsali, góðan mat og frábæra drykki.“

Er svona ,,VÁ“ hjá öllum

Og er eitthvað sem hefur slegið í gegn hjá þeim sem þegar hafa kíkt við, er það happy hour, hádegishlaðborð eða helgarkaffið svo eitthvað sé nefnd? ,,Já, jólahlaðborðin hjá okkur slá alltaf í gegn,“ segir hún og heldur áfram: ,,…annars vil ég segja frá morgunverðinum sem kemur með freyðivíni, ostabakka, eggjum, baconi, góðum djúsum og miklu meiru. Það er svona vá hjá öllum.“

Eldri borgarar fá góðan afslátt af morgunverðarhlaðborðinu

Svo hafa eldri borgarar verið að mæta í morgunverðarhlaðborðið hjá ykkur á virkum dögum á sértilboði, hefur það fengið góð viðbrögð? ,,Já, við gefum góðan aflsátt og þau fara mjög sátt frá borði og koma aftur og aftur.“

Heldurðu að margir bæjarbúar hafi haldið að veitingastaðurinn og barinn væru eingöngu fyrir hótelgesti – er það ykkar upplifun? ,,Já, okkur hefur fundist það og þess vegna erum við farin að auglýsa okkur betur,“ segir hún

Hvernig viljið þið auka vitund bæjarbúa um að Kríunes sé líka þeirra staður, fyrir hittinga, fjölskyldustundir og jafnvel bara smá breytt umhverfi til að njóta? ,,Með þessu viðtali erum við opna faðminn og taka fyrstu skrefin að leyfa öllum að koma í heimsókn.“

Hvaða stemmingu langar ykkur helst að skapa fyrir þá sem koma í heimsókn, er þetta afslöppun, veitingaupplifun, samfélag eða allt í senn? ,,Já, allt í senn og stórkostleg náttura og friðsæll staður.“
Þið eruð með fjölbreytt tilboð í boði, en ef þú ættir að mæla með einu þeirra fyrir þann sem hefur ekki komið áður, á hverju ætti viðkomandi að prófa í fyrstu ferð sinni á Kríunes? ,,Morgunverðar hlaðborðið og föstudags hlaðborðið mæli ég með, annar mæli ég með öllu,“ segir hún.

Happy Hour – alla daga kl. 15:00–18:00. Sér bruggaður Kríunes Lager frá Gæðing í boði. Þá er sértilboð af Ostborgara, frönskum og bjór á 3.900 kr. og Ostabakki + freyðivínsflaska fyrir vinahóp (4 manns) á 9.900 kr.
 

Og þið hvetjið einnig fyrirtæki til að nýta sér fundarsalina og veitingarnar sem eru í boði? ,,Við erum búin að festa okkur í sessi fyrir ráðstefnur, fundi, veitingar og klæðskerum við veitingarnar af hverjum hóp fyrir sig, tökum að okkur allskonar veislur og annað sem passar inn í það sem við erum að gera hérna hjá okkur. Brúðkaup, fermingar, afmælisveislur, fjölskyldu hittingar og skírnarveislur erum við mjög góð í,“ segir Sara að lokum en hún hvetur nágranna sína og bæjarbúa til að koma við hjá þeim enda góða tilbreyting að koma og gista, njóta góðs matar, kyrrðarinnar og friðarins við Elliðavatn á góðu verði.
 
Tilboð og þjónusta á Hótel Kríunes fyrir Kópavogsbúa og nágranna

· Morgunverðarhlaðborð (sérkjör fyrir eldri borgarar) alla daga kl. 08:00–10:00. Verð: 3.600 kr. Í boði er egg og beikon, brauð og meðlæti, djúsar og freyðivín, gott kaffi, ostabakki og allskonar meðlæti. Sérkjör eru fyrir eldri borgara á morgunverðarhlaðborðið en þeir borga aðeins 2.900 kr og freyðivínsglas er auk þess innifalið.
 
· Föstudagshlaðborð – í hádeginu. Verð: 3.900 kr. Í boði er t.d. fiskur, grænmetisréttir, salöt og súpa, brauð og svo nautakjöt og bearnaise og ekki má gleyma köku og kaffi.
 
· Happy Hour – alla daga kl. 15:00–18:00. Sér bruggaður Kríunes Lager frá Gæðing í boði. Þá eru sértilboð af Ostborgari, franskar og bjór á 3.900 kr. og Ostabakki + freyðivínsflaska fyrir vinahóp (4 manns): 9.900 kr.
 
· Kvöldverður er í boði á veitingastaðnum alla daga frá  kl. 18:00–21:00 sem er opið öllum, ekki bara hótelgestum. Þá geta hópar fengið sér seðil og sér sal (án aukakostnaðar).
 
· Helgarkaffi er laugardögum og sunnudögum kl. 11:00–17:00. Verð: 1.490 kr. og í boði er kaffi með kökusneið og rjóma eða vöfflu með rjóma.

· Annað í boði er t.d. fundarsalir fyrir viðburði og fyrirtæki og að sjálfsögðu er hægt að fá hótelherbergi í kyrrlátu umhverfi með útsýni yfir Elliðavatn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins