Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Sóley Margrét Jónsdóttir kraftlyftingakona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2022.

Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttahúsi Smáranum sl. miðvikudag. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 250 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.
Höskuldur og Sóley Margrét voru valin úr hópi 45 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.
Forsíðumynd: Íþróttakona Kópavogs, Sóley Margrét ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra og Sverri Kára Karlssyni formanni íþróttaráðs, en Íþróttakarl Kópavogs, Höskuldur var í keppnisferð með landsliði Íslands í knattspyrnu þegar hátíðin fór fram