Höskuldur og Sóley eru íþróttafólk Kópavogs 2022

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Sóley Margrét Jónsdóttir kraftlyftingakona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2022.

Höskuldur Gunnlaugsson

Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttahúsi Smáranum sl. miðvikudag. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 250 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Höskuldur og Sóley Margrét voru valin úr hópi 45 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Forsíðumynd: Íþróttakona Kópavogs, Sóley Margrét ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra og Sverri Kára Karlssyni formanni íþróttaráðs, en Íþróttakarl Kópavogs, Höskuldur var í keppnisferð með landsliði Íslands í knattspyrnu þegar hátíðin fór fram

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins