Horft til jólafílings, birtu ogsamhengis við umhverfið – Er jólahús Kópavogs í götunni þinni?

Leitin að jólahúsi Kópavogs árið 2024 er hafin. Óskað er eftir tilnefningum íbúa sem geta sent inn ábendingar og hugmyndir á vef bæjarins.

Þetta er í þriðja sinn sem leitað er að jólalegasta húsinu í bænum. Í fyrra varð fyrir valinu hús í Daltúni 1 en ári áður var það Múlalind 2 sem hreppti titilinn.

„Þetta er svo skemmtilegt og dýrmætt að sjá alla þessa ljósadýrð á myrkasta tíma ársins,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, formaður lista- og menningaráðs Kópavogs en það stendur fyrir leitinni á jólahúsinu.

Við valið á húsinu er horft til jólafílings, birtu og samhengis við umhverfið. Hægt er að skila inn tilnefningum til 12. desember og verður val á jólahúsinu kynnt þann 16.desember.

Mynd: Jólahúsið 2023 var Daltún 1

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar