Hollt og gott fyrir fjölskylduna í september

Holl og næringarrík fæða

Ebba Guðný, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringarríka fæðu fyrir yngstu börnin á foreldramorgni þann 30. september kl. 10:00 á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni. Foreldramorgnar eru í boði alla fimmtudaga og koma gestafyrirlesarar tvisvar í mánuði. Eru morgnarnir frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega og afslappaða stund saman á safninu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Brum hljóðsmiðja

Hefur þig dreymt um að fara á hljóðveiðar í trjálundi eða skógi? Nú gefst til þess tækifæri. Laugardaginn 2. október kl. 13:00 – 15:30 býður Lindasafn upp á tónsmíðavinnustofu þar sem farið er á hljóðveiðar, grafísk skor gerð með vatnslitum og búin til hljóðfæri úr efnivið úr skóginum. Grafíska skorið er síðan leikið á þau.

Eru það Kara Hergils, Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Harpa Arnardóttir sem leiðbeina og eru allir velkomnir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar