Hlökk og Silja leiða fjölskylduleiðsögn og teiknismiðju

Silja og forsíðumyndin er af Hlökk

Laugardaginn 12.mars munu þær Hlökk Þrastardóttir og Silja Jónsdóttir bjóða upp á skemmtilega teiknismiðju í tengslum við yfirstandandi sýningar í Gerðarsafni. Um er að ræða einkasýningu Santiago Mostyn og sýningu Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar en sýningum fer nú senn að ljúka. Þær Silja og Hlökk hafa áður leitt listasmiðjur í Gerðarsafn við frábærar undirtektir en báðar munu þær útskrifast úr myndlistardeild LHÍ í vor. 

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin en smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar