Hlín Agnars og sköpunarkrafturinn

Hlín Agnarsdóttir, rithöfundur, býður til samtals um sköpunarkraftinn í Menningu á miðvikudögum 3. nóvember á Bókasafni Kópavogs. Hlín, sem er sviðslistafræðingur og leikstjóri að mennt, hefur undanfarin ár einkum fengist við skriftir og ritstörf en um þessar mundir er að koma út nýjasta bók hennar, Meydómur, sem er sannsaga sem byggir á æsku hennar.

Erindi Hlínar er hluti af örseríunni Samræða um sköpunarkraftinn en áður hafa þær Guðrún Eva Mínervudóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir leitt samræðu með gestum Menningar á miðvikudögum.
Erindið hefst kl. 12:15 – öll eru hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar