HK spilar um laust sæti í Olís deildinni

Á morgun, laugardaginn 22. maí, hefst úrslitaeinvígi á mill HK og Gróttu um það hvort liðið tekur laust sæti í Olís deild kvenna á næsta tímabili. Það lið sem fyrr vinnur 2 leiki leikur í Olísdeildinni.

Það kom í hlut HK, Fjölnis/Fylkis, Gróttu og ÍR að spila umspils leiki að lokinni deildarkeppni í Olís- og Grill 66 deildinni. Þar mættu annars vegar HK og Fjölnir/Fylkir og hins vegnar Grótta og ÍR. HK stelpur unnu sína viðureign við Fjölni/Fylki nokkuð sannfærandi 2-0 en það lið sem fyrr vann tvo leiki fór áfram í úrslitaeinvígið. Í hinni viðureigninni hafði Grótta betur 2-1.

Einungis eru 3 ár liðin frá því að sömu lið, HK og Grótta, spiluðu úrsiltarimmu í umspili um það hvort liðið tæki sæti í efstu deild. Síðan þá hefur Grótta spilað í Grill deildinni en HK í Olís deildinni.

Það er því ljóst að framundan er verðugt og skemmtilegt verkefni, bæði liðin munu leggja hart að sér til þess að ná sínum markmiðum. Allir HK-ingar eru hvattir til þess að mæta og styðja við bakið á HK stúlkum í komandi viðureignum, ykkar stuðningur skiptir máli.

Dagskrá næstu daga er eftirfarandi:

Laugardagur 22. maí kl. 17:00
HK – Grótta

Þriðjudagur 25. maí kl. 19:30
Grótta – HK

Mynd HK.is: Hulda Margrét ljósmyndar/photography

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar