HK stelpur gerðu góða ferð á Seltjarnarnes í gærkvöldi þegar þær mættu heimakonun í Gróttu í öðrum leik umspilsins um laust sæti í Olís deildinni á næsta tímabili í handbolta.
HK stúlkur unnu fyrri leikinn örugglega, en ögn meiri spenna var í leiknum í gær enda allt undir fyrir Gróttu þar sem tvö sigra þurfti til að tryggja sætið í Olísdeildinni.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að HK stelpur ætluðu ekki að gefa tommu eftir og héldu uppteknum hætti frá fyrri viðureigninni. Þolinmæði í vörninni, markvörslur og skynsemi í sóknarleiknum skiluðu HK góðum hálfleikstölum, 5-11. Það voru svo vel samanstilltar Gróttu stelpur sem mættu til leiks í seinni hálfleik, þær ætluðu svo sannarlega að sýna hvað í þeim býr og tryggja sér oddaleik í einvíginu. En það dugði ekki til því lokatölur á Seltjarnarnesi voru 17-19 HK í hag.
Það er því ljóst að HK stelpurnar munu spila í Olís deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið lið Gróttu 2-0. Vel gert stelpur.
Á myndinni fagnar HK stúlkur sigrinum á Gróttu í gærkvöldi og sæti í Olís deildinni á næsta tímabili. Mynd: Eyjólfur Garðarsson