Hjólum, göngum og rúllum í Samgönguviku

Kópavogsbær hvetur íbúa til að nýta sér hjóla og göngustíga bæjarins í Samgönguviku, en vikan er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Samgönguvika er haldin 16. – 22. september ár hvert.

Kópavogsbúar eru hvattir til að fara út að hjóla, ganga eða hlaupa. Í leiðsagnarappinu Wappinu má finna fjölmargar skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir í Kópavogi. Leiðirnar eru með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku. Undanfarið hefur bærinn bætt við skemmtilegum hjólaleiðum sem nýtast bæði til samganga og útivistar.

Bíllausi dagurinn er síðan haldinn 22. september og eru öll, einstaklingar, fyrirtæki, félagsamtök, stofnanir og sveitarfélög hvött til að taka þátt.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar