Hinsegin málefni til umræðu

Í gær, miðvikudaginn 4. október var Forvarnardagurinn 2023 haldinn hátíðlegur. Í tengslum við hann buðu félagsmiðstöðvarnar í Kópavogi upp á fræðslu, þar sem hinsegin málefni voru rædd, fyrir foreldra, forsjáraðila og önnur áhugasöm.

Margrét Sigurðardóttir uppeldis- og menntunarfræðing frá Verum Góð var fengin á fundinn til þess að ræða hinsegin málefni. Í fræðslunni var farið yfir skilgreiningar á hvað er hinsegin, kynsegin, kynhneigð og kynvitund og hvernig við getum unnið markvisst gegn fordómum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar