Helga gefur kost á sér oddvitasætið hjá Framsókn í Kópavogi

Helga Hauks­dótt­ir, vara­bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­arflokksins og formaður skipulagsráðs, gef­ur kost á sér í odd­vita­sætið í Fram­sókn í Kópa­vogi, en Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknar í Kópavogi hefur sagt skilið við sveitarstjórnarmálin og gefur ekki kost á sér á lista framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

,,Ég gef kost á mér í oddvitasætið hjá Framsókn í Kópavogi. Á þessu kjörtímabili hef ég verið varabæjarfulltrúi, formaður skipulagsráðs, formaður svæðisskipulagsnefndar og stjórnarformaður Markaðsstofu Kópavogs þannig verkefnin hafa verið fjölbreytt og öll mjög spennandi. Mig langar til þess að leiða sterkan lista Framsóknar í Kópavogi til góðra verka næstu fjögur árin.

Ég hef búið í Kópavogi frá 8 ára aldri. Minn bakgrunnur er í lögfræði og ég hef unnið sem lögfræðingur, bæði hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Ég er með embættispróf frá Háskóla Íslands, lögmannsréttindi og mun útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor.

Síðustu fjögur ár hef ég farið fyrir skipulagsmálum í Kópavogi, m.a. gerð nýs aðalskipulags, sem er grunnur að frekari uppbyggingu í Kópavogi, skipulagi miðbæjar Kópavogs og Glaðheima. Mín áherslumál auk skipulagsmála eru að skólar í Kópavogi séu í fremstu röð og góð þjónusta við barnafjölskyldur,“ segir í tilkynningu frá Helgu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins