Heklkennsla fyrir byrjendur

Verið velkomin á Bókasafn Kópavogs í heklkennslu fyrir byrjendur þann 1. nóvember kl. 13. Þaulvanar konur úr Hannyrðaklúbbnum Kaðlín verða á staðnum til að kenna og taka vel á móti gestum og gangandi en eru þó börn og ungmenni boðin sérstaklega velkomin í fyrstu skrefin í hekli. Gestir eru beðnir um að hafa heklunál og garn meðferðis þannig að hægt sé að halda áfram heima eftir tímann.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar