Heitavatnslaust á verður í Kópavogi og víðar á höfuðborgarsvæðinu 19.-21. ágúst.
Vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu verður lokað fyrir heita vatnið í öllum Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Breiðholti og Norðlingaholti. Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2.
Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.
Veitur benda húseigendum á að huga að sínum innanhússkerfum. Gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.
Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst.
Myndin sýnir umfang framkvæmda.