Boðið verður á upp Venesúelsk þjóðlagatónlist á selló og quatro á Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18:00-18:30.
Dúettinn Galaxia Paraíso skipa tónlistarfólkið Algleidy Zerpa Canas og Alfredo Flores frá Venesúela. Þau eru búsett á Íslandi þar sem þau starfa að tónlist samhliða verkefnum tengdum kennslu og starfi með börnum og ungmennum. Algleidy spilar á selló, en Alfredo leikur á lítið strengjahljóðfæri upprunnið í Suður Ameríku sem kallast quatro. Saman munu þau spila og syngja þjóðlagatónlist frá heimalandi þeirra Venesúela.
Tónleikaröðin er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus.
Frítt inn og öll velkomin með húsrúm leyfir.