Ársþing KKÍ fór fram nýverið og eins og áður þá voru hin ýmsu mál rædd, jafnt stór sem smá. 21 þingtillaga var tekin fyrir og nokkrar breytingartillögur voru samþykktar.
Þingið var einnig nýtt til þess að heiðra 18 einstaklinga sem unnið hafa framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu sambandsins. Þeirra á meðal er Kópavogsbúinn og Blikinn, Heimir Snær Jónsson, en hann var sæmdur silfurmerki KKÍ. Heimir hefur verið sambandinu og körfuboltahreyfingunni allri virkilega drjúgur í mörg ár og því um fyllilega verðskuldaða viðurkenningu að ræða.
Það má segja að Heimir sé að verða vanur maður í móttöku heiðursverðlauna en árið 2019 hlaut hann t.a.m. nafnbótina “Silfurbliki” ásamt því að vinna Félagsmálabikar Breiðabliks árið 2021.