Heilsudagar í Álfhólsskóla

Útivera og hreyfing ásamt fræðslu um heilsutengd málefni

Í þar síðustu viku voru hinir árlegu heilsudagar í Álfhólsskóla þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í útiveru og hreyfingu ásamt því að fá fræðslu um heilsutengd málefni. 

Útivera og hreyfing einkenndi þessa daga. Gengið var á Úlfarsfell, um Búrfellsgjá á Helgafellið og kringum Vífilsstaðavatn. Þá var farið á skauta á skautasvellið í Laugardal, bandýkynning og árgangameistaramót í íþróttahúsinu að Digranesi. Nemendur fengu líka kynningar frá skólahjúkrunarfræðingi, fyrirlestur frá næringarfræðingi, fræðslu um hegðun á netinu og netöryggi frá Heimili og skóla og skyndihjálpar- og endurlífgunarnámsskeið. Auk þessa var farið í ýmsa leiki þar sem heilsutengd efni voru tekin fyrir og notuð.

Allir voru sérlega glaðir að geta kvatt veturinn og tekið á móti sumrinu með þessum hætti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins