Hannes Steindórsson, fasteignasali, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor.
Í fréttatilkynningu frá Hannesi segir: ,,Mig langar að leggja mitt að mörkum að gera góðan bæ enn betri og bið um ykkar stuðning 12. mars í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þið ykkar sem þekkið mig vitið að ég er duglegur, heiðarlegur og þegar ég tek að mér verkefni þá er ekkert hálfkák. Það er hollt fyrir Kópavog að fá nýtt fólk í bæjarstjórn og ég er sannfærður um að ég geti lagt mitt að af mörkum að gera gott betra. Ég er Kópavogsbúi og vill hvergi annarstaðar vera.”