Hafa vakið athygli fyrir frumkvæði og nýsköpun

Resource er ungt sprotafyrirtæki í Kópavogi sem sérhæfir sig í umhverfisráðgjöf og tengdri þjónustu.

Fyrirtækið hefur vakið athygli fyrir frumkvæði og nýsköpun í lausum sínum. Fyrirtækið er með skrifstofur sínar á annari hæð í Vallarkór 4. framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Karl Eðvaldsson.

Karl Eðvaldsson framkvæmdastjóri Resource í Kópavogi

Vaxandi eftirspurn er eftir ráðgjöf í umhverfismálum eftir því sem málaflokkurinn fær meira vægi og almenningur verður sér meðvitaðri um mikilvægi málaflokksins og aukinnar umræðu í samfélaginu. Þar hefur Resource haslað sér völl á ört vaxandi markaði.

Fyrirtæki hefur í vaxandi mæli sinnt sveitarfélögum og einkaaðilum með umhverfisráðgjöf og nálgast verkefni sín á frumlegan hátt og beitir til þess nýjustu tækni sem bæði eykur afköst og gefur nákvæmari niðurstöður. Dæmi um slíkt er lausn sem Resource hefur þróað og felst í því að nota dróna til að mæla gasuppsteymi frá sorpurðunarstöðum.

Resource þróaði þessa lausn með styrk frá Tækniþróunarsjóði. Aðferð Resource hefur vakið athygli erlendis þar sem hún er bæði einfaldari í framkvæmd og gefur nákvæmari mælingar heldur en hefðbundin vinnubrögð sem felast í því að koma fyrir mælitækjum á urðunarstað.

Eitt af verkefnum Resource er að kanna hagkvæmi þess að nota úrgangsplast í malbik til vegagerðar í samvinnu við Vegagerðina og malbikunarstöðvarnar Höfða og Hlaðbæ Colas. Nú stendur yfir mat á slitþoli malbiks með plastíblöndum samanborið við hefðbundið malbik.

Þá hefur fyrirtækið í samvinnu við sveitarfélög unnið að lausnum sem stuðla að aukinni hagkvæmi og skilvirkni í verkefnum tengdum umhverfismálum. Eitt af slíkum verkefnum er snjallvæðing ruslatunna sem gerir sorphirðu bæði skilvirkari og hagkvæmari. Forathugun sem unnin var í samstarfi við Reykjavíkurborg er nú lokið. Annað verkefni er könnun á hagkvæmi þess að nota úrgangsplast í malbik til vegagerðar í samvinnu við Vegagerðina og malbikunarstöðvarnar Höfða og Hlaðbæ Colas. Nú stendur yfir mat á slitþoli malbiks með plastíblöndum samanborið við hefðbundið malbik. Fyrstu niðurstöður lofa góðu. Ef niðurstöður reynast jákvæðar um umtalsverð umhverfisleg áhrif að ræða í formi lægri förgunarkostnaðar og minna kolefnisfótspors. Þriðja verkefnið sem nefna má eru mælingar á örplasti í drykkjarvatni í samvinnu við helstu veitufyrirtæki landsins.

Fyrirtækið rekur einnig skrifstofur í Svíþjóð og Sviss. Skrifstofur á erlendri grund styðja við frekari vöxt fyrirtækisins og skjóta styrkari stoðum undir reksturinn. Það er mikilvægt fyrir íslensk hátæknifyrirtæki að eiga kost á því að bjóða vörur sínar til sölu á erlendum markaði. Það færir okkur heim sanninn um samkeppnishæfni íslensks hugvits á erlendum mörkuðum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar