Hænsnabú, hermenn og fornir ormar!

Hljóðganga um Kársnesið sem var

Flanerí-hópurinn hefur sent frá sér nýja hljóðgöngu sem sett var í loftið á afmælisdegi Kópavogsbæjar, 11. maí síðastliðinn. Þetta er önnur hljóðganga hópsins sem hlaut í upphafi þessa árs styrk frá Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar til að gera hljóðgöngur um Kópavog. 

Þvælst um Kársnesið

Í nýrri göngu er þvælst um Kársnesið þar sem áður voru hænsnabú og hermenn, kjörbúðir og krakkar á ísnum. Sagt er frá frumbyggjum og fornum ormum og skyggnst inn í líf fólks á fimmta, sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Gengið er í hring frá Borgarholtsbraut 71 niður að sjó, út að Kópavör og aftur í gegnum hverfið um leynistíga og framhjá Stelluróló

Flanerí-hópinn skipa Aðalbjörg Árnadóttir, Elísabet Jónsdóttir, Rannveig Bjarnadóttir og Snorri Rafn Hallsson. Göngurnar má nálgast hvenær sem er inni á flaneri.is og á öllum hefðbundnum hlaðvarpsveitum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar