Hæglætisvika á Bókasafni Kópavogs

Dagana 17.-19. mars verður Hæglætisvika á Bókasafni Kópavogs. Þá mun bókasafnið bjóða upp á fjölmarga viðburði til að fræða um og stuðla að hægari lífsstíl í okkar hraða þjóðfélagi.

17. mars kl. 17:00 verður Þóra Jónsdóttir, formaður Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi með erindi um hugmyndafræði hreyfingarinnar um ávinning hæglætis fyrir samfélagið.

Hæglætishreyfingin er hreyfing fólks sem hefur tileinkað sér eða hefur áhuga á að tileinka sér hæglæti. Hæglæti er val um að lifa meðvitað og hafa stjórn á og val um það hvernig tímanum er varið.

19. mars kl. 17:00 verður Dóra Svarsdóttir með fræðandi fyrirlestur um Slow Food hreyfinguna á Íslandi. Hún ætlar að deila með okkur áhugaverðum upplýsingum og hugmyndum um hvernig við getum öll stuðlað að betri og sjálfbærari matarmenningu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins