Guðmundur dregur sig úr bæjarstjórn og öðrum trúnaðarstörfum fyrir Kópavogsbæ

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag með 11 atkvæðum beiðni Guðmundar Gísla Geirdal um lausn frá störfum bæjarstjórnar, og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs, til loka kjörtímabilsins.

Guðmund­ur, sem er bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, ákvað einnig sl. mánudag að draga fram­boð sitt til baka úr próf­kjöri flokks­ins fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, sem fer fram nk. laugardag. Hann hafði gefið kost á sér í þriðja sæti list­ans.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins.

Guðmundur hefur í framhaldinu ákveðið að stíga til hliðar og fengið lausn frá störfum bæjarstjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir Kópavogsbæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar