Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn í gær, miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr Grindavík fyrsta árið.  Lionsklúbbur Kópavogs á heiðurinn ef því að hafa gert upp íbúðirnar upp en meðlimir í Lionsklúbbnum hafa undanfarin þrjú ár unnið að því hörðum höndum að gera upp Kópavogsbúið.

„Það verður að teljast þrekvirki hjá félögum Lionsklúbbs Kópavogs að hafa með dyggri aðstoð Kópavogsbæjar og fleiri stuðningsaðila staðið fyrir glæsilegri endurbyggingu Kópavogsbúsins. Eftir að íbúum Grindavíkurbæjar var gert að yfirgefa heimili sín vegna náttúruvár urðu húsnæðismálin eitt erfiðasta úrlausnarefni Grindvíkinga á tímum þar sem húsnæðismarkaður var þröngur. Lionsfélagar ákváðu þá að koma til aðstoðar með því að bjóða fram báðar íbúðir Kópavogsbúsins. Við erum innilega þakklát fyrir þá kærkomnu aðstoð og hjálpsemi sem okkur Grindvíkingum hefur verið sýnd með þessu hlýja vinarbragði,“ Segir Fannar.

Tvær íbúðir eru í bænum og er í framtíðinni ætlunin að leigja þær út á sanngjörnu verði verði til foreldra langveikra barna sem dveljast í Rjóðrinu, hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og fötluð börn sem er þarna í grenndinni. Einnig verða þær leigðar aðstandendum sjúklinga á líknardeild Landspítalans.

íbúðirnar í gamla Kópavogsbúinu verða til afnota fyrir eldra fólk úr Grindavík fyrsta árið.

„Við erum mjög þakklát Lionsklúbbnum fyrir að hafa tekið að sér að gera upp Kópavogsbúið sem slíkum glæsibrag sem raun ber vitni. Kópavogsbær er heppinn að hafa innan sinna raða einstaklinga sem eru tilbúnir að leggja svona mikið af mörkum til samfélagsins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Lionsklúbburinn og Kópavogsbær gerðu samninga árið 2021 um standsetningu íbúðanna og hefur Kópavogsbær, sem er eigandi hússins, stutt framtakið með fjárframlögum. Lionsklúbburinn hefur séð um verkefnið og hafa félagsmenn lagt til vinnu auk þess að afla styrkja og stuðnings hjá fjölmörgum fyrirtækjum þar sem BYKO, ELKO, IKEA og BM-Vallá. Framkvæmdum á einni íbúð er lokið en hin verður tilbúinn í haust.

„Við í Lionsklúbbnum viljum gefa til samfélagsins og það að gera upp þessar íbúðir er frábær leið til þess. Við erum þakklát fyrir allan stuðninginn sem okkur hefur verið sýndur í verkefninu sem hefur verið mikil vinna en afar ánægjuleg,“ segir Ómar Þorsteinsson formaður Lionsklúbbs Kópavogs.

Kópavogsbúið er elsta húsið í Kópavogi, reist á árunum 1902 til 1904 og er eitt fárra steinhlaðinna húsa sem enn standa. Kópavogsbúið stendur við Kópavogstún.

Forsíðumynd: Fannar Jónasson, Ásdís Kristjánsdóttir og Ómar Þorsteinsson og þá er mynd af Kópavogsbúinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins