Græna hænan liggur á eggjunum

Heilsuleikskólinn Urðarhóll hlaut styrk úr Sprotasjóði

Heilsuleikskólinn Urðarhóll hlaut styrk úr Sprotasjóði til að auka sjálfbærni og sporna gegn matarsóun.  Að halda hænur á leikskólanum þótti tilvalið til að minnka lífrænt sorp og nú er leikskólinn komin með sex hænur í garðinn. Foreldrar aðstoðuðu við að smíða og gera aðstöðu fyrir hænurnar og núna skiptast fjölskyldur barnanna á að passa hænurnar um helgar og fá að launum egg.

Fengu níu frjóvguð egg

Þessa dagana fékk leikskólinn níu frjóvguð egg og liggur ein hænan, Græna hæna, á eggjunum. Til þess að gefa börnunum tækifæri á að fylgjast vel með, þá er beint streymi frá varpstað.

Ungarnir koma um miðjan maí

Grænu hænu og nú bíða allir spenntir eftir að sjá ungana.  Það gerist þó ekki fyrr en um miðjan maí. Ungarnir fá að vera í nokkra daga og svo fara þeir í sveitina.

Frábært verkefni sem allir á Urðarhóli og fjölskyldur barnanna eru að taka þátt í.


Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar