Götuleikhúsið undirbýr sig fyrir sumarið

Nemendur Götuleikhússins eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir sumarið. Leikhúsið er unnið í samvinnu við Vinnuskólann í Kópavogi og er nemendum í honum á aldrinum 16 og 17 ára boðið að vinna við leikhúsið.
 
Þessa dagana eru nemendur að undirbúa sýningu fyrir 17. Júní hátíðarhöldin og verða þau á flandri á milli hátíðarsvæða.
 
Annað sem er á dagskrá leikhússins í sumar er að vera sýnileg á götum bæjarins ásamt því að þau heimsækja leikskólana og verða með frumsamda barnasýningu sem þau sjálf sjá alfarið um uppfærslu á.
 
Spennandi sumar er framundan og er mikil tilhlökkun í hópnum að sýna hvað það er sem þau eru fær um að gera.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar