Götugöngukeppni fyrir 60 ára og eldri

Fimmtudaginn 11. maí n.k. verður haldin fyrsta keppnin í götugöngu sem farið hefur fram á Íslandi. Leiðin sem verður gengin er 3.4 km sem byrjar hjá Breiðabliki í Smáranum og gengið verður um Kópavogsdalinn og endað inni á Kópavogsvellinum. Keppnin er hugsuð fyrir alla 60 ára og eldri á Íslandi. ,,Gaman væri ef sem flestir myndu koma og taka þátt. Ræst verður klukkan 15:00,“ segir Fríða Karen Gunnarsdóttir verkefnastjóri Virkni og Vellíðan, sem heldur utan um gönguna.

Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig 60-69 ára, 70-79 ára, 80-89 ára, 90+. Einnig verður dregið úr happdrætti.

,,Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar eldra fólks og hversu fjölbreytt heilsuefling er í boði víðsvegar um landið,“ segir hún.

Slóð á skráningu er hér fyrir neðan, en nauðsynlegt er að allir sem eru 60 ára og eldri skrái sig til leiks. Ekkert þátttökugjald er í gönguna.

https://netskraning.is/virkni-og-vellidan/

,,Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir með , börn og barnabörn en einungis 60 ára og eldri þurfa að skrá sig,“ segir Fríða Karen að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar