Góðgerðardagur Kársnesskóla

Á morgun, fimmtudaginn 11. maí verður Góðgerðardagur Kársnesskóla og vorhátíð Foreldrafélags Kársnesskóla. Fjörið verður bæði úti og inni í Kársnesskóla, frá 16:30-18:30 og svo fara allir heim að horfa á Diljá keppa í Eurovision)  

Góðgerðardagurinn er fjáröflun í umsjón nemenda, kennara og foreldra. Í ár ætlum við að styrkja Barnaspítala Hringsins.

Kaffihús og handverksmarkaður, söngur, kassabílar, draugahús og margt fleira í boði, úti og inni.

Mætum öll, skemmtum okkur saman og styrkjum gott málefni!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar